Rauða Augað

Um okkur

Reykjavík Headshop byrjaði sem hugmynd og concept frekar en verslun.
Í kringum hugmyndina stofnuðum við Bryngeir Vattnes og Óðinn Darri félagið Rauða augað ehf. árið 2023 og höfum að auki verið virkir þátttakendur í Hampfélagi Íslands síðan 2024.

Hugmyndin á bak við Reykjavík Headshop er í grunninn að breyta gömlum úreltum hugmyndum um hamp og hafa jákvæð áhrif á framtíð hamps á Íslandi. Við gerum það með því að bjóða uppá fræðslu, forvarnir, þekkingu og styðja menningarlíf Reykjavíkur.

Bakgrunnur stofnenda félagsins eru listir og listsköpun og notum því þann grunn í verkefnin okkar.
Við höfum nýtt meiri hluta ágóða félagsins í að styrkja góðgerðafélög og menningarstörf í Reykjavík. 

<0.2% THC

Náttúrulegar hampvörur

Reykjavík Headshop tryggir að hampvörur okkar séu ekki hugbreytandi á nokkurn hátt eða annars konar vímugjafar.
Við tryggjum það að vörur okkar séu af hæsta gæðaflokki. Þar sem það er engin stofnun á Íslandi sem býður uppá að greina kannabínóða og önnur efni í vörum fyrir almenning. Þá höfum við á eigin spýtur sent vörur okkar til viðurkenndra greiningarstöðva í Evrópu til að komast að því hvaða efni og kannabínóðar eru í vörum okkar. Við gerum það til að ganga í skugga um að allar þær vörur sem hafa iðnaðarhamp í sér séu innan íslensks lagaramma og flokkist ekki sem vímugjafar.  Með okkar starfi tryggjum við öruggar vörur sem koma af iðnaðarhamp og hafi ekki skaðleg né hugbreytandi áhrif. Þó snefilsmagn af THC gæti fundist í vörum okkar þá er það alltaf undir 0.2%. Iðnaðarhampur getur þannig nýst okkur á jákvæðan og uppbyggjandi máta.

Vörurnar okkar eru frá viðurkenndum aðilum sem hafa viðeigandi og meðfylgjandi skjöl til ræktunarleyfis sem henta íslenskum lagaramma. Ásamt því bjóðum við uppá áhöld til jurtanotkunnar og öruggum aðferðum til að nota hampinn.

Tilgangur versluninnar er í grunninn að fræða, hjálpa og stuðla að heilbrigðri nálgun að kannabis plöntunni. Leiðbeina hvar og hvernig hún getur nýst okkur á annan máta en hún hefur verið nýtt hingað til.

Versla