Um Okkur
Reykjavík Headshop byrjaði sem hugmynd og concept frekar en verslun.
Í kringum hugmyndina stofnuðum við Bryngeir Vattnes og Óðinn Darri félagið Rauða augað ehf. árið 2023 og höfum að auki verið í stjórn Hampfélags Íslands síðan vor 2025 og virkir þáttekendur síðan 2024.
Hugmyndin á bak við Reykjavík Headshop er í grunninn að breyta gömlum úreltum hugmyndum um hamp og hafa jákvæð áhrif á framtíð hamps á Íslandi. Við gerum það með því að bjóða uppá fræðslu, forvarnir, þekkingu og styðja menningarlíf Reykjavíkur.
Bakgrunnur stofnenda félagsins eru listir og listsköpun og notum því þann grunn í verkefnin okkar.
Við höfum nýtt meiri hluta ágóða félagsins í að styrkja góðgerðafélög og menningarstörf í Reykjavík.
Á MILLI SPACE
Við opnuðum sýningarrýmið Á-Milli Project Space og það er stofnað, fjármagnað og stutt af félaginu Rauða augað ehf.
Sýningarrýmið fær hjálp sjálboðaliða og er nýtt til að styrkja nýja listamenn sem komast ekki að annarsstaðar að til sýna verkin sín eða hafa ekki sambönd eins og aðrir viðurkenndir listamenn. Sjálboðaliðarnir sjá um sýningarstjórn og getur hjálpað við útlit sýninga en við hjá Headshop sjáum um opnunar tíma og aðra umgjörð rýmisins, við gerum okkar besta til að rýmin og sýningarnar líti sem best út. Á milli space er fyrir þá sem hafa fallið “á milli” og fá ekki sín tækifæri til að sýna listir sínar og til að mæta þeirri þörf af rýmum í Reykjavík.
Við höfum tvisvar hlotið styrki frá Menningarráði Reykjavíkur fyrir þann rekstur árin 2024 og 2025. Verkefnið er góðgerðastarf og því ekki rekið í með gróða. Þannig höldum við kostnaðinum niðri sem eflir enn frekar innkomu nýrra lista og listamanna. Styrking þessa menningarlífs á Íslandi er þannig okkar leið til að ýta undir jákvæðra breytinga í nærumhverfi okkar.
Félagið hefur líka styrkt og unnið með skaðaminnkandi samtökum: Matthildarsamtökin, Ylju, Frú Ragnheiði, Reyk og Varlega
Við sjáum ekki hagnað í misnotkun hampsins og gerum því okkar besta til að styðja þessi félög.
Reykjavík Headshop tryggir að hampvörur okkar séu ekki hugbreytandi á nokkurn hátt eða annars konar vímugjafar.
Við tryggjum það að vörur okkar séu af hæsta gæðaflokki. Þar sem það er engin stofnun á Íslandi sem býður uppá að greina kannabínóða og önnur efni í vörum fyrir almenning. Þá höfum við á eigin spýtur sent vörur okkar til viðurkenndra greiningarstöðva í Evrópu til að komast að því hvaða efni og kannabínóðar eru í vörum okkar. Við gerum það til að ganga í skugga um að allar þær vörur sem hafa iðnaðarhamp í sér séu innan íslensks lagaramma og flokkist ekki sem vímugjafar. Með okkar starfi tryggjum við öruggar vörur sem koma af iðnaðarhamp og hafi ekki skaðleg né hugbreytandi áhrif. Þó snefilsmagn af THC gæti fundist í vörum okkar þá er það alltaf undir 0.2%. Iðnaðarhampur getur þannig nýst okkur á jákvæðan og uppbyggjandi máta.
Vörurnar okkar eru frá viðurkenndum aðilum sem hafa viðeigandi og meðfylgjandi skjöl til ræktunarleyfis sem henta íslenskum lagaramma. Ásamt því bjóðum við uppá áhöld til jurtanotkunnar og öruggum aðferðum til að nota hampinn.
Tilgangur versluninnar er í grunninn að fræða, hjálpa og stuðla að heilbrigðri nálgun að kannabis plöntunni. Leiðbeina hvar og hvernig hún getur nýst okkur á annan máta en hún hefur verið nýtt hingað til.